Launasjóður listamanna auglýsir 600 mánaða aukaúthlutun vegna sérstakra aðgerða ríkisstjórnar Íslands

14.5.2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Launasjóð listamanna vegna aukaúthlutunar sem byggir á aðgerðum ríkisstjórnar til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Listamenn geta sótt um 1-6 mánuði til að sinna afmörkuðum verkefnum, skv. 12. gr. laga um listamannalaun, 2. mgr. Samkvæmt ákvörðun stjórnar er að þessu sinni ekki tekið á móti umsóknum frá listamönnum sem þegið hafa 12 mánaða úthlutun eða meira á árinu 2020. 

Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 25. maí nk. fyrir miðnætti. Skrifstofa Rannís lokar kl. 16

Úthlutun byggir á aðgerðum ríkisstjórnar til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Listamenn geta sótt um 1–6 mánuði til að sinna afmörkuðum verkefnum, skv. 12. gr. laga um listamannalaun, 2. mgr. Athugið að listamenn sem hafa þegið 12 mánuði eða meira á árinu 2020 geta ekki sótt um að þessu sinni.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu úthlutunar 2019 (á ekki við um 2020) og fyrr hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009. 

Fjöldi mánaða hvern sjóð

  • Starfslaun hönnuða— aukaúthlutun 19 mánuðir
  • Starfslaun myndlistarmanna— aukaúthlutun 163 mánuðir
  • Starfslaun rithöfunda — aukaúthlutun 208 mánuðir
  • Starfslaun sviðslistafólks— aukaúthlutun 71 mánuður
  • Starfslaun tónlistarflytjenda — aukaúthlutun 68 mánuðir
    Starfslaun og styrkir tónskálda — aukaúthlutun 71 mánuður

Sótt er um í gegnum Mínar síður á Rannísvefnum. Nota þarf rafræn skilríki við umsóknina. Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum. 

Nánari upplýsingar á síðu Listamannalauna og með því að senda tölvupóst á listamannalaun@rannis.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica