Carbfix hlýtur stærsta styrk sem veittur hefur verið úr sjóðum ESB

14.7.2022

Carbfix hefur fengið styrk að upphæð um 16 milljarðar króna til uppbyggingar á móttöku og förgunarstöð fyrir CO2 sem reyst verður í Straumsvík. Þegar stöðin verður komin í full afköst mun hún geta fargað allt að þremur milljónum tonna af CO2 – sem nemur einum þriðja af heildarlosun Íslands árið 2019. 

  • Carbfix-2

Styrkurinn er veittur úr Nýsköpunarsjóði ESB sem fellur undir Loftslags- og umhverfisstofnun ESB og byggir á gjöldum sem fyrirtæki greiða fyrir losunarheimildir. Ísland er aðili að sjóðum sem hluti af þátttöku í EES samningnum og Rannís sér um að kynna sjóðinn fyrir íslenskum hagaðilum. Áður hafa komið smærri styrkir til grænna nýsköpunarverkefna en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur aðili hlýtur stóran uppbyggingarstyrk – en í þessari lotu var úthlutað samtals nærri 280 milljörðum króna.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Carbfix og í fréttatilkynningu ESB.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica