Er sjálfsmat ekki sjálfsagt? -málstofa um gott verklag við sjálfsmat á vegum ráð­gjafar­nefndar gæðaráðs

8.11.2017

Ráðgjafarnefnd gæðaráðs býður til málstofu um gott verklag í sjálfsmati faglegra eininga. Út er komin handbók gæðaráðs um eflingu gæða í íslenskum háskólum. Fyrir liggur að á næstu árum muni háskólarnir takast á hendur ítarlegt sjálfsmat faglegra eininga sinna auk þess sem þeir fara í ytra mat.

Meginmarkmið málstofunnar er að hlusta á háskólafólk lýsa reynslu sinni af sjálfsmati og skiptast á skoðunum um hvernig best sé að takast á við verkefnið sem bíður. Einnig verður gefið tækifæri á umræðum í minni hópum, og val á umræðuhópi fer fram við skráningu. Á málstofunni verður grunnmati á umgjörð rannsókna sérstakur gaumur gefinn þar sem ekki hefur verið tekist á við það viðfangsefni áður í sjálfsmati.

Málstofan verður haldin í Landbúnaðarháskóla Íslands, Keldnaholti, fimmtudaginn 16. nóvember, kl. 13:00-16:00.

Skrá þátttöku


DAGSKRÁ

Fundarstjóri: Áslaug Helgadóttir, formaður ráðgjafarnefndar gæðaráðs, opnar fundinn

A.    Stutt erindi (60 mín)

  1. Hvernig tryggjum við að sjálfsmatið styðji sem best við sífelldar umbætur í starfi deilda?
    Rúnar Sigþórsson, prófessor við kennaradeild Háskólans á Akureyri
  2. Hvernig virkjum við kennara og nemendur sem best í sjálfsmatinu og vinnum með utanaðkomandi sérfræðingum?
    Þorbjörg Daphne Hall, fagstjóri við tónlistardeild Listaháskóla Íslands
    Erindi frá Landssamtökum íslenskra stúdenta
  3. Hvernig er best að haga umfjöllun um rannsóknastefnu (e. research strategy) í grunnmati á umgjörð rannsókna?
    Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri rannsókna og upplýsinga við Háskólann í Reykjavík
  4. Hvaða leiðir eru færar til þess að meta áhrif rannsóknastarfsins (e. impact)?
    Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands

B.     Vinnuhópar

Fundarmenn skiptast í fjóra hópa og ræða frekar spurningarnar hér að ofan. Frummælandi stýrir umræðum og fær ritara sér til fulltingis (60 mín)

C.     Kynningar frá vinnuhópum og umræður (60 mín)

Ritarar kynna niðurstöður hópastarfsins (4x10 mín) og umræður í kjölfarið (20 mín)

D.    Hressing í boði ráðgjafarnefndarinnar



Vinsamlegast skráið þátttöku á: https://goo.gl/uijGij









Þetta vefsvæði byggir á Eplica