Evrópumerkið árið 2017

18.8.2017

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningar­málaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumála­námi og tungumála­kennslu. Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenning verði veitt á 30 ára afmælishátíð Erasmus+ á Íslandi, sem haldin verður þann 26. október nk. í Hörpu.

Í ár veitir mennta- og menningarmálaráðuneyti sérstakan fjárstyrk upp á 200.000 krónur sem skal nýttur til kynningar og þróunar á því verkefni sem hlýtur Evrópumerkið. 

Umsóknarfrestur um Evrópumerkið er til 15. september nk. Umsóknum er skilað rafrænt til Rannís. 

Sækja um




Eftirfarandi forgangsatriði verða árið 2017:


  • Fjöltyngdir skólar og bekkir – Að fagna fjölbreytileika í skólanum/skólastarfi (Multilingual Schools and Classrooms: Embracing Diversity in Schools  
  • Að leggja rækt við tungumál í samfélaginu (Language-friendly society – informal language learning)

Sjá nánari lýsingu á forgangsatriðunum.

Umsóknir um önnur verkefni en þau sem taka til ofangreindra forgangsatriða verða einnig tekin til skoðunar.

Nánari upplýsingar um Evrópumerkið ásamt yfirliti yfir íslensk verkefni sem hafa áður hlotið viðurkenningu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica