Fjárfestingarsjóður Evrópu og Arion banki undirrita 107 milljóna evra samning til að örva nýsköpun íslenskra fyrirtækja

10.11.2016

Arion banki og Fjárfestingarsjóður Evrópu, EIF, hafa undirritað svonefndan InnovFin ábyrgðarsamning sem miðar að hagstæðum lánveitingum til lítilla og meðalsstórra fyrirtækja er hyggjast innleiða nýjungar í starfsemi sinni.

  • Frá vinstri: Pier Luigi Gilibert, framkvæmdastjóri Fjárfestingarsjóðs Evrópu, Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Tarvo Kungla frá sendinefnd ESB á Íslandi.

InnovFin samningurinn gerir Arion banka kleift að veita þessum fyrirtækjum lán á næstu tvemur árum sem eru studd með ábyrgð frá Fjárfestingarsjóði Evrópu í samræmi við Horizon 2020, rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB . Áætlað er að stuðningur ESB við íslensk nýsköpunarfyrirtæki geti numið 107 milljónum evra í formi ábyrgða. EIF ábyrgist helming lánsfjárhæðar hvers láns sem Arion banki veitir samkvæmt samningnum.

Markmið með ábyrgðum InnovFin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki er að hvetja fjármálastofnanir til að lána fyrirtækjum með færri en 500 starfsmenn til fjárfestinga og /eða fjármögnunar rannsókna, þróunar og nýsköpunar með fjárstuðningi frá ESB. Fjárfestingarsjóður Evrópu velur fjármálastofnanir víðs vegar um Evrópu sem lýst hafa yfir áhuga á því að gerast milliliðir.

Um Fjárfestingarsjóð Evrópu

Fjárfestingarsjóður Evrópu (European Investment Fund, EIF) er hluti af Evrópska fjárfestingarbankanum. Helsta hlutverk sjóðsins er að styðja við örsmá, lítil og meðalstór fyrirtæki með því að greiða þeim aðgang að fjármagni. Fjárfestingarsjóður Evrópu þróar lausnir á sviði áhættu- og vaxtarfjármagns, ábyrgða og örfjármögnunar sem eru sérsniðnar fyrir slík fyrirtæki. Þannig styður sjóðurinn við markmið ESB um að styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróun, frumkvöðlastarf, vöxt og atvinnusköpun. 

Um InnovFIn

Með ábyrgðafyrirgreiðslu InnovFin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki fást ábyrgðir og gagnábyrgðir fyrir fjármögnun að upphæð frá 25 þúsundum evra til 7,5 milljóna evra til þess að auka aðgengi lítilla og meðalstórra nýsköpunarfyrirtækja (með færri en 500 starfsmenn) að lánsfjármagn. Fjárfestingarsjóður Evrópu styrir verkefninu með milligöngu banka og annarra fjármálastofnana í ESB-ríkjum og öðrum aðildarlöndum. Fjárfestingarsjóður Evrópu tryggir milliliðina fyrir hluta af því tapi sem kann að verða vegna lánveitinga samkvæmt áætluninni.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica