Framhaldsúthlutun Rannsóknasjóðs

6.5.2020

Í ljósi erfiðrar stöðu samfélagsins vegna heimsfaraldurs Covid-19 ákvað ríkisstjórn Íslands að veita aukafé til úthlutunar í Rannsóknasjóð. Með fjárveitingunni fylgdi krafa um að verkefnin gætu hafist strax.

Til að mæta markmiðum ríkisstjórnarinnar ákvað stjórn sjóðsins að auka við úthlutun frá því í janúar og velja þau verkefni sem hefðu fengið úthlutað þá ef þetta fjármagn hefði verið til staðar. Samþykkt var að bjóða fulltrúum 23 verkefna til samninga í þessari aukaúthlutun (9 doktorsstyrkir, 2 nýdoktorsstyrkir og 12 verkefnisstyrkir).

Rannsóknasjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum til doktorsnema til öndvegisstyrkja. Öndvegisstyrkir eru veittir til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu.

Hér á eftir er yfirlit yfir skiptingu milli styrktegunda. Frekari greining verður birt á vef Rannís innan skamms.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur. Upphæðir geta breyst við samningagerð.

Verkefnisstyrkir      
Raunvísindi og stærðfræði    
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Tómas Jóhannesson Veðurstofa Íslands Fjarkönnun á hreyfingu jökla með Sentinel 1 gögnum, mælingum og líkanreikningum: breytileiki í
skriðhraða, framhlaup og jökulhlaup
19.879
Benedikt Steinar Magnússon, Ragnar Sigurðsson, Tyson Ritter, Severine Michele Jeanine Biard Raunvísindastofnun Fágaðar nálganir og fjölmættisfræði 19.459
Verkfræði og tæknivísindi    
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Yonatan Afework Tesfahunegn Háskólinn í Reykjavík - Tækni- og verkfræðideild Seglustraumfræðileg líkanagerð af ljósbogaofni 18.339
Anna Ingólfsdóttir Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Að þjálfa og nota líkindakerfi 20.569
Náttúru- og umhverfisvísindi    
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Paulus Jacobus Wensveen Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Vaxandi hávaði í hafinu: er tilvist hinnar leyndardómsfullu andarnefju (Hyperoodon ampullatus) ógnað? 18.938
Lífvísindi      
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Valborg Guðmundsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Auðkenning próteina með orsakasamband við hjarta-, efnaskipta- og ónæmissjúkdóma 11.845
Ingileif Jónsdóttir Landspítali -háskólasjúkrahús Áhrif ónæmisglæða og bólusetningarleiða á takmarkaða myndun og viðhald ónæmisminnis í nýburamúsum og vernd gegn pneumókokkasýkingum 18.750
Klínískar rannsóknir og lýðheilsa    
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Valtýr Stefánsson Thors, Ásgeir Haraldsson Landspítali -háskólasjúkrahús Við getum gert betur - Bættar bólusetningar íslenskra barna 9.063
María Kristín Jónsdóttir, Hafrún Kristjánsdóttir, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir Háskólinn í Reykjavík - Viðskiptadeild Heilahristingur meðal íþróttamanna: Margþátta rannsókn 12.291
Félags- og menntavísindi    
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Jukka Heinonen Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Að lifa undir 1,5 gráðu mörkunum í norrænum aðstæðum: viðhorf lífstíll og kolefnisspor 19.469
Hugvísindi og listir      
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Elmar Geir Unnsteinsson Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Óheilindi og brotakenndur mannshugur 16.505
Katrín Anna Lund, Gunnar Þór Jóhannesson Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Hreyfanleiki á jaðrinum - skapandi ferli staða 17.588
       
Nýdoktorsstyrkir      
Félags- og menntavísindi    
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Anh Dao Katrín Tran Háskóli Íslands - Menntavísindasvið Heima og að heiman í 40 ár: Aðlögun þriggja kynslóða Víetnama Íslandi 9.308
Hugvísindi og listir      
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
William Konchak Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Gadamer's Plato: Hið Fagra, Hið Góða og Hið Hagnýta 9.725
       
Doktorsnemastyrkir      
Raunvísindi og stærðfræði    
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Kristján Óttar Klausen Háskólinn í Reykjavík - Tækni- og verkfræðideild Mögulegur grundvöllur skammtareikninga: Majorana núllhættir í rörlaga nanóvírum 6.625
Daniel Ben-Yehoshua Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Rannsóknir á stöðugleika Svínafellsheiðar með tilliti til hættu á stóru berghlaupi 6.480
Verkfræði og tæknivísindi    
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Duncan Paul Attard Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Tryggja Réttleika í Dreifðum Kerfum 6.625
Majd Radwan Soud Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Sjálfvirk umgjörð fyrir öryggisgreiningu snjallsamninga byggt á bæði gögnum og greiningu 6.625
Náttúru- og umhverfisvísindi    
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Anna Selbmann Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Samskipti á milli tveggja rándýra í sjó með flókið félagsmynstur: hlutverk hljóðfræðilegra bendinga 6.153
Erna Ósk Arnardóttir Raunvísindastofnun Útbreiðsla hafíss í Íslands-Noregshafi á Síð-Kvarter 6.630
Klínískar rannsóknir og lýðheilsa    
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Arnar Bragi Ingason Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Virkni og öryggi blóðþynningarmeðferðar á Íslandi: Lýðgrunduð rannsókn 7.185
Félags- og menntavísindi    
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Michal Krzysztof Folwarczny Háskólinn í Reykjavík - Viðskiptadeild Frá áberandi markaðssetningu (e. conspicuous marketing) til eflingar á umhverfishyggju: Hvernig geta ástæður félagslegrar stöðu knúið fram val á umhverfismerktum fiski? 6.625
Hugvísindi og listir      
Verkefnisstjóri Aðsetur verkefnis Heiti verkefnis ISK (þús.)
Svava Sigurðardóttir Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Óljós mörk? Hlutverkabundnar skyldur og ábyrgð í heilbrigðisþjónustu og erfðavísindum. Staða Íslands 6.330
Þetta vefsvæði byggir á Eplica