Nýr framkvæmdastjóri NordForsk heimsækir Rannís

20.2.2018

Arne Flåøyen tók við sem framkvæmdastjóri NordForsk um áramótin. Hann og Eivind Hovden, skrifstofustjóri stofnunarinnar, komu nýverið í heimsókn til Rannís til þess að ræða norrænt samstarf Íslands með þátttöku í NordForsk.

  • Frá vinstri: Ragnhildur Helgadóttir, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, Arne Flåöyen, framkvæmdastjóri Nordforsk, Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs, Elísabet Andrésdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs, Eivind Hovden skrifstofustjóri Nordforsk, Herdís Þorgrímsóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs og Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs.

Fulltrúar Íslands á fundinum voru Ragnhildur Helgadóttir, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís og sviðsstjórar Rannís.

Norræna ráðherranefndin hefur lagt áherslu á að norrænar systurstofnanir Rannís taki í auknara mæli þátt í stefnumörkun NordForsk og í fjármögnun verkefna. NordForsk hefur nýlega sent frá sér tilkynningu til systurstofnananna þar sem kallað er eftir hugmyndum að samstarfsverkefnum (Nordforsk Open Invitation).

Þessi mál og fleiri voru rædd og er vilji til að styrkja enn frekar samstarf Norðurlandanna í tengslum við NordForsk.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica