Fundir í Borgarnesi og á Selfossi á vegum Rannís

4.1.2024

Vinsamlegast athugið: vegna veðurs er fundi á Selfossi 18. janúar frestað. Þriðjudaginn 16. janúar verður kynning á vegum Rannís í Borgarnesi og fimmtudaginn 18. janúar sækir Rannís Selfoss heim og munu fulltrúar Rannís kynna ýmis tækifæri og styrki, m.a. Erasmus+ og Nordplus.

Kynntir verða sjóðir og norrænar, evrópskar og alþjóðlegar styrkjaáætlanir í umsýslu Rannís, til dæmis Nordplus, Erasmus+, og Creative Europe. Einnig verður sérstök kynning á Tækniþróunarsjóði og skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna á fundinum á Selfossi.

Borgarnes: 

  • 16. janúar kl. 12:00 - 13:00 í húsakynnum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Bjarnabraut 8.

Selfoss:

  • 18. janúar kl.12:00 - 13:00 í húsakynnum Fræðslunetsins við Tryggvagötu 13. Fundi frestað vegna veðurs, ný dagsetning auglýst fljótlega. 

Starfsfólk sveitarfélaga, skóla, fræðsluaðila, menningarstofnana, æskulýðsgeirinn, listafólk, fyrirtæki, ungmenni og öll sem áhuga hafa á alþjóðasamstarfi eru hvött til að nýta tækifærið og kynna sér fjölþætta möguleika.

Húsið opnar kl. 12:00 á báðum stöðum og gefst þá gestum tækifæri til að ná sér í léttar veitingar. Kynningar hefjast stuttu síðar og standa til um það bil 13:00 og þá verður gott svigrúm gefið til spurninga, þróunar á hugmyndum og svo framvegis.

Fundaröð þessi er hluti af hátíðahöldum í tilefni af 30 ára afmæli EES - samningsins, sem gerir Íslandi kleift að taka þátt í Evrópusamstarfi.

Skráning á viðburðina









Þetta vefsvæði byggir á Eplica