Fyrsta alþjóðlega ráðstefna Euroguidance haldin 30. nóvember 2022

11.10.2022

Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar á Íslandi vekur athygli á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu Euroguidance netverksins sem fer fram þann 30. nóvember 2022 í Prag, Tékklandi en verður einnig streymt á netinu. 

Öllum náms- og starfsráðgjöfum, auk annarra sérfræðinga og starfsfólks sem hefur áhuga á alþjóðavæðingu og evrópskri vídd í náms- og starfsráðgjöf, er velkomið að taka þátt á staðnum eða á netinu. Ráðstefnan fer fram á ensku, aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.

Á ráðstefnunni munu evrópsk verkfæri, færnirammar og starfshættir vera til umfjöllunar og hvernig hægt er að nýta þessi tól og kunnáttu til að byggja upp hæfni til framtíðar. Tækifæri gefst til að heyra sjónarmið stefnumótenda, sérfræðinga og þjónustuaðila, bæði í pallborðsumræðum og vinnustofum.

Skráning á ráðstefnuna er opin til 4. nóvember. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar www.euroguidance.eu/egconference22 og skráning fer fram hér.

Eydís Inga Valsdóttir verkefnisstjóri Euroguidance hjá Rannís, veitir nánari upplýsingar um samstarfið.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica