Fimm Slóvenar og einn Letti í starfsheimsókn hjá Rannís

6.9.2017

Í síðustu viku fékk Rannís góða heimsókn frá Slóveníu og Lettlandi. Frá Slóveníu komu fimm starfsmenn Euroguidance, Europass og EQF-NCP verkefna, en Rannís hefur umsjón með þessum verkefnum á Íslandi, og frá Lettlandi kom einn náms- og starfsráðgjafi.

  • Frá vinstri: Nika Mustar, EQF-NCP, Sabina Škarja, Euroguidance, Aleksandar Sladojević, EQF-NCP, Urška Marentič, EQF-NCP, Spela Pogačnik Nose, Europass, Ilze Rūtenberga, náms- og starfsráðgjafi við Mārupe Secondary School í Lettlandi og Dóra Stefánsdóttir, Rannís.

Auk Rannís sótti hópurinn heim Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Iðuna, Framvegis – Miðstöð símenntunar, náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands og Símenntunarstöðina á Suðurnesjum. Tilgangur heimsóknarinnar var tvíþættur; að læra af vinnubrögðum okkar hér á landi og að deila því með okkur hvernig farið er að hlutum í Slóveníu og Lettlandi.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica