Heimsókn frá Chinese Scholarship Council

5.7.2016

Fulltrúar frá Chinese Scholarship Council (CSC) komu í heimsókn til Íslands í gær. Tilgangur þessarar heimsóknar var m.a. að heimsækja Rannís og kynna samstarfið milli Íslands og Kína almennt og sérstaklega samstarfið milli CSC og Rannís.

  • Frá vinstri: Zhang Ying, verkefnastjóri Evrópumáladeildar, Li Hong, sviðstjóri Evrópumáladeildar, Dóra Stefánsdóttir, sérfræðingur, Dr Liu jinghui, framkvæmdastjóri CSC, Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðstjóri mennta- og menningarsviðs og Sigríður Vala Vignisdóttir, sérfræðingur.

Upplýsingastofa um nám erlendis hjá Rannís sér um að auglýsa umsóknarfrest á styrkjum CSC til Kína og tekur á móti umsóknum sem sendar eru áfram til kínverska sendiráðsins.

Kínverska ríkisstjórnin hefur áratugum saman veitt námsstyrki handa Íslendingum. Styrkþegum bæði frá Kína og til Kína hefur fjölgað talsvert undanfarin ár og var mikilli áhugi beggja aðila á að auka flæðið enn frekar.

Fulltrúar heimsótti auk Rannís mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar. Fyrir hönd Rannís tóku Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðstjóri mennta- og menningarsviðs, Dóra Stefánsdóttir, sérfræðingur, Sigríður Vala Vignisdóttir, sérfræðingur, og Matthew David Deaves hjá Upplýsingastofu um nám erlendis þátt í fundunum. Fyrir hönd CSC mættu þau Dr Liu Jinghui, framkvæmdastjóri CSC, Li Hong, sviðstjóri Evrópumáladeildar, og Zhang Ying, verkefnastjóri Evrópumáladeildar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica