Ráðherra heimsækir Rannís

10.4.2017

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, heimsótti Rannís í dag ásamt starfsfólki ráðuneytisins. 

  • Ásgerður Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá MRN, Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri á mennta- og menningarsviði, Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri, Sigurður Björnsson, sviðsstjóri á rannsókna- og nýsköpunarsviði, Hellen M. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri MRN og Herdís Þorgrímsdóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs.

Ráðherra kynnti sér fjölbreytta starfsemi Rannís og heilsaði upp á starfsfólk. Er þetta fyrsta heimsókn ráðherra til Rannís eftir að hann tók við embætti og sýndi hann málefnaflokknum mikinn áhuga. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, og ráðherra voru sammála um mikilvægi áframhaldandi góðs samstarfs. Kunnum við ráðherra, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra bestu þakkir fyrir komuna.  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica