Horizon 2020 styrkir til grænna lausna á öllum sviðum

26.5.2020

Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að veita allt að milljarði evra til rannsókna og nýsköpunar í gegnum Horizon 2020 til stuðnings stefnu þess og markmiðum í loftslagsmálum undir heitinu Green Deal. Opið samráð um innihald er í gangi til 3. júní nk. en fyrirhugað er að opna fyrir umsóknir í september 2020. 

Evrópusambandið stefnir að því að jafna áhrif vegna loftslagsbreytinga í álfunni fyrir árið 2050. 

Til stuðnings því stefnumáli hefur verið ákveðið að lýsa sérstaklega eftir umsóknum til rannsókna og nýsköpunar á sviði grænna lausna. Um er að ræða samstarfsverkefni þvert á fræðasvið og undiráætlanir Horizon 2020.

Ellefu áherslusvið

Green Deal kallinu verður skipt í ellefu svið sem eru listuð hér að neðan á ensku. 

Með því að smella á hvert áherslusvið fyrir sig er hægt að kynna sér efni þess nánar, auk þess sem hægt er að hafa áhrif á innihald og efnistök með því að taka þátt í opnu samráði um hvert svið.

Helstu dagsetningar:

  • 3. júní 2020 – frestur til þátttöku í opnu samráði um innihald kallsins
  • september 2020 – Green Deal kallið formlega samþykkt um miðjan september, sem hluti af vinnuáætlun Horizon 2020
  • september 2020 – opnað fyrir umsóknir
  • 22.-24. september 2020 – tækifæri til að finna samstarfsaaðila á rannsókna- og nýsköpunarviðburði ESB:  EU R&I Days
  • lok janúar 2021 – umsóknarfrestur

Sjá nánar um kallið hér: Research and Innovation for the European Green Deal.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica