Hverjar verða brýnustu samfélagslegar áskoranir Íslands í framtíðinni?

12.11.2018

Opinn samráðsfundur á Grand Hótel Reykjavík, 19. nóvember frá 15.00-17.00 í Háteigi (4.hæð). Fundinum verður streymt á netinu og eru allir velkomnir. 

  • Samfelagslegar-askoranir-V-T-m-dags

Samkvæmt stefnu Vísinda-og tækniráðs 2017 – 2019 ákvað ráðið að efna til samráðs við íslenskt þjóðfélag, þ.m.t. almenning, vísindasamfélagið og atvinnulífið, um hvaða samfélagslegu áskoranir Ísland standi frammi fyrir á næstu 10–50 árum og eiga að njóta forgangs í rannsóknum- og nýsköpun. Samráðið við almenning var annars vegar framkvæmt með rannsókn Maskínu með vísindalegum viðurkenndum eigindalegum og megindlegum aðferðum og hins vegar í gegnum opið samráð á vefgátt sem auglýst var í tengslum við Vísindavöku Rannís 2018. 

Nú er leitað samráðs við vísindasamfélagið, atvinnulífið og aðra hagsmunaaðila með opnum fundi. Þar verða niðurstöður samráðsins við almenning kynntar og í kjölfarið á því verða umræður um niðurstöðurnar í hópum, sem svo skila af sér tillögum og ábendingum til stýrihóps verkefnisins. Stýrihópurinn mun í kjölfarið skila tillögum um mögulega forgangsröðun rannsókna sem horft verður til við mótun markáætlunar og áherslna í alþjóðasamstarfi.

Fundurinn er öllum opinn og ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram!

Athugið að fundinum verður streymt á netinu og er hann opinn öllum.  Sérstakar vinnustofur verða settar upp hjá Háskólasetri Vestfjarða, Háskólanum á Akureyri og Austurbrú en allir aðilar sem vilja koma saman og fjalla um málið geta gert slíkt á sínum vettvangi og sent sínar niðurstöður á rannis@rannis.is merkt samfélagslegar áskoranir.

Í innsendum gögnum þarf að koma fram listi yfir þá sem sátu viðkomandi fund, lýsing á framkvæmd fundarins og helstu niðurstöður vinnuhópsins á hverjum stað.  Nánari upplýsingar um fyrirkomulag við vinnufundinn kemur svo fram í streyminu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica