Hvernig verður hugmynd að fjölþjóðlegu verkefni?

4.3.2016

Senn líður að næsta umsóknarfresti hjá Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlun ESB en umsóknarfrestur um fjölþjóðleg samstarfsverkefni (Strategic Partnership) er fimmtudaginn 31. mars 2016 klukkan 10:00 árdegis.

Samstarfsverkefni eru þematísk verkefni sem eiga að stuðla að nýsköpun í menntun á öllum skólastigum og yfirfærslu þekkingar og reynslu á milli Evrópulanda. Hægt er að sækja um styrk að upphæð 150.000 evrur á ári.
Þriðjudaginn 8. mars frá 13-17 heldur skoski ráðgjafinn Paul Guest námskeið í útfærslu hugmynda að fjölþjóðlegum verkefnum í húsakynnum Rannís, Borgartúni 30. Á námskeiðinu verður áhersla lögð á aðferðafræði við þróun hugmynda að fjölþjóðlegum verkefnum, sérstaklega Erasmus+ samstarfsverkefnum.  Hvernig verður lítil hugmynd að stóru verkefni? Hvaða máli skiptir þarfagreining? Hvert er samspil afurða verkefna, þarfagreiningar og markhópa?  Hvernig er hægt að tryggja að afurð nýtist markhópum?  Þátttakendur fá sömuleiðis tækifæri til að vinna að mótun eigin hugmynda og fá endurgjöf frá sérfræðingnum.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður  og eru þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir að skrá þátttöku. Við skráningu þarf að gera grein fyrir hugmynd að verkefni.

Skrá þátttöku









Þetta vefsvæði byggir á Eplica