Kynningarfundur um Eurostars áætlunina
Rannís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bjóða til opins kynningarfundar um Eurostars 2, miðvikudaginn 27. nóvember 2019 kl. 9:00–10:30 hjá Rannsóknamiðstöð Íslands, Borgartúni 30, 3. hæð.
Rannís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bjóða til opins kynningarfundar um Eurostars 2, möguleika á fjármögnun verkefna sprotafyrirtækja sem stunda sjálf rannsóknir og þróun.
Kynningin fer fram miðvikudaginn 27. nóvember 2019 kl. 9:00 – 10:30 hjá Rannsóknamiðstöð Íslands, Borgartúni 30, 3. hæð.
Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum Eurostars verkefna.
Umsóknarfrestur er til 13. febrúar 2020.
Dagskrá:
- Eurostars áætlunin – Svandís Unnur Sigurðardóttir, stjórnarnefndarfulltrúi Eurostars á Íslandi (NPC)
- Hvað þarf fyrir góða Eurostars umsókn? – Helga Waage, tæknistjóri Mobilitus ehf., fulltrúi í Eurostars International Evaluation Panel
- Leit að samstarfsaðila – Mjöll Waldorf, verkefnastjóri Evrópumiðstöðvar NMÍ segir frá þjónustu Enterprise Europe Network við sprotafyrirtæki
Tækniþróunarsjóður heyrir undir atvinnuvega og nýsköpunarráðherra og mun koma að fjármögnun þeirra verkefna sem fá brautargengi hjá Eurostars.