Kynningarfundur um Eurostars fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. janúar 2019 kl. 9:00 – 10:30 í Rannís, Borgartúni 30.
Rannís, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands bjóða til opins kynningarfundar um Eurostars-2, möguleika á fjármögnun verkefna sprotafyrirtækja sem stunda sjálf rannsóknir og þróun. Einnig verður sagt frá þjónustu Enterprise Europe Network við sprotafyrirtæki.
Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum Eurostarsverkefna. Þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir í Eurostars en næst verða umsóknir metnar 28. febrúar 2019.
Fundurinn er öllum opinn en það þarf að skrá þátttöku hér.
Tækniþróunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og mun koma að fjármögnun þeirra verkefna sem fá brautargengi hjá Eurostars.