Kynningarfundur um Markáætlun í tungu og tækni

15.10.2018

Rannís og Samtök atvinnulífsins boðuðu til opins kynningarfundar um Markáætlun í tungu og tækni mánudaginn 15. október í sal Samtaka atvinnulífsins. 

  • Markataetlun-kynning2.jpg

Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís kynnti Markáætlunina með slæðusýningu. Fjallaði hann um tilgang hennar og markmið, ásamt ýmsum hagnýtum atriðum um umsóknarferlið, mat og úthlutun. Einnig var tími í lokin til að svara spurningum fundargesta.

Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins, var fundarstjóri.

Frekari upplýsingar um Markáætlun í tungu og tækni má finna á heimasíðu Rannís








Þetta vefsvæði byggir á Eplica