Upplýsingastofa Creative Europe boðar til kynningar­fundar um gerð styrk­umsókna til evrópskra bókmennta­þýðinga

17.3.2016

Umsóknarfrestur um styrki til evrópskra bókmenntaþýðinga rennur út 27. apríl 2016. Boðað er til kynningarfundar þann 6. apríl nk. að Borgartúni 30, 3. hæð kl. 9:00-10:00.

 

Skrá þátttöku

 Creative Europe styrkir bókaútgefendur og –forlög til að þýða bókmenntaverk úr evrópsku tungumáli yfir á íslensku með það að markmiði að ná til nýrra lesenda og auka þekkingu á annarri menningu. Nánari upplýsingar.

 

Styrkir eru veittir til þýðingar á skáldsögum, ljóðum, barnabókmenntum, smásögum, leikritum og myndasögum, þar með talið rafbókum. Styrkinn má einnig nota til kynninga á þýddum verkum.

Hvatt er sérstaklega til þýðinga á verkum eftir höfunda sem hlotið hafa bókmenntaverðlaun ESB - European Union Prize for Literature.

 

Styrkirnir skiptast í tvo flokka:

 

  • Flokkur 1 – þýðingar á 3-10 bókmenntaverkum 
    Styrkur getur verið allt að 100.000 € (mest 50% af heildarkostnaði) - Styrktímabil allt að 2 ár. Umsóknarfrestur: 27. apríl 2016
  • Flokkur 2 - samstarfssamningur um styrki til lengri tíma, 100.000 € á ári í allt að 4 ár.
    Umsóknarfrestur er í febrúar 2017

Upplýsingastofa Creative Europe á Íslandi









Þetta vefsvæði byggir á Eplica