Markáætlun í tungu og tækni - úthlutun

19.2.2019

Stjórn Markáætlunar í tungu og tækni ákvað á fundi sínum 15. febrúar sl. að styrkja sex verkefni á sviði tungu og tækni um allt að 77 m. kr. í úthlutun áætlunarinnar fyrir styrkárið 2018. Alls bárust fimmtán umsóknir um styrk.

  • Markaaetlun

Hlutverk Markáætlunar í tungu og tækni er annars vegar að vernda og efla íslenska tungu, og hins vegar að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi, til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum.

Eftirtalin verkefni hljóta styrk:*

  • Íðorðagátt á sviði fjármála. Verkefnisstjóri: Ágústa Þorbergsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Nafnakennsl fyrir íslensku. Verkefnisstjóri: Hrafn Loftsson, Háskólanum í Reykjavík
  • ReynirCorpus: Stór þáttunarmálheild fyrir nútíma íslensku. Verkefnisstjóri: Vilhjálmur Þorsteinsson, Miðeind ehf.
  • Sjálfvirk samantekt íslensks texta. Verkefnisstjóri: Hrafn Loftsson, Háskólanum í Reykjavík.
  • Spurningasvörun fyrir vefsíðu sveitarfélags - rannsókn og frumgerð. Verkefnisstjóri: Anna Björk Nikulásdóttir, Grammatek ehf.
  • Universal Dependencies-málheild fyrir íslensku. Verkefnisstjóri: Einar Freyr Sigurðsson, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

*Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica