Mín framtíð 2019 - Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning

11.3.2019

Dagana 14.-16. mars var framhaldsskólakynning haldin í Laugardalshöll samhliða Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Rannís kynnti þar starfsemi sína, m.a. Erasmus+, Farabara, Eurodesk og Europass.

  • Verkidn-5496-2019-WEB_facebook-eventphoto

Verkiðn hélt „Mín framtíð 2019‟: Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu dagana 14.-16. mars sl. í Laugardalshöll í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. 

Fræðsluaðilar kynntu fjölbreytt námsframboð á framhaldsskólastigi og fram fer keppni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Boðið var upp á ýmsa viðburði, kynningar og ekki síst að prófa, fikta, snerta og smakka.

Um 33 framhaldsskólar alls staðar af landinu kynntu fjölbreytt námsframboð sitt. Einnig kynntu eftirfarandi aðilar starfsemi sína: Rannís ( Erasmus+, Farabara, Eurodesk og Europass), BMX BRÓS, FabLab Reykjavík, Fagkonur, Félag náms- og starfsráðgjafa, Iðan fræðslusetur, Heimavist MA og VMA, Iðnú, Kvasir- samtök símenntunarmiðstöðva, Rafmennt, Samband Íslenskra framhaldsskólanema, Team Spark og Verksmiðjan RÚV.

Það var mikið líf og fjör í Laugardalshöllinni þessa þrjá daga þar sem um 7000 grunnskólanemendur alls staðar af landinu komu fyrstu tvo dagana til að skoða, prófa og fræðast. Laugardagurinn 16. mars var svo Fjölskyldudagur, en þá var sýningarsvæði opið fyrir almenning. 

Nánari dagskrá er að finna hér









Þetta vefsvæði byggir á Eplica