Minjavernd hlýtur Menningar­verðlaun Evrópu­sambandsins

8.4.2016

Evrópusambandið og Europa Nostra tilkynntu 7. apríl sigurvegara Menningarverðlaun Evrópu­sambandsins fyrir verkefni á sviði menningararfleifðar árið 2016. Viðurkenningin er sú stærsta sem veitt er á sviði menningararfleifðar í Evrópu. 

 Verðlaunahafarnir, sem eru 28 talsins og frá 16 löndum, hafa hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi afrek sín á sviðum verndunar, rannsóknavinnu, sérhæfðrar þjónustu og fræðslu, þjálfunar og vitundarvakningar. 

Í fyrsta sinn eru verðlaunin nú einnig veitt til framúrskarandi verkefnis frá Íslandi: Endurbygg Franska spítalans á Fáskrúðsfirði og breyting í safn

Óháðar dómnefndir skipaðar sérfræðingum völdu sigurvegarana úr hópi 187 umsókna sem sendar voru inn af samtökum og einstaklingum frá 36 Evrópulöndum. Þá verða veitt sérstök verðlaun úr niðurstöðum netkosninga sem nú hefur verið opnað fyrir, þar sem almenningur getur kosið sinn sigurvegara og stutt verðlaunahafa, hvort sem er úr sínu eigin landi eða öðru Evrópulandi.    

Umsögn dómnefndar: 

Endurgerð byggingar eins og Franska spítalans er vandasamt verk. Úrlausn og úrræðasemi samstarfshópsins er sérlega góð. Sú ákvörðun að blanda saman upplýsandi safni og fallegu hóteli ber vitni um virðingu hópsins fyrir sögu hússins og áherslu þeirra á að auka aðgengi allra að arfleifð hennar. Byggingin er staðsett í stórbrotnu og fallegu landslagi Fáskrúðsfjarðar og hefur laðað ferðamenn að þorpinu og þar með endurvakið stöðu þess sem athvarf fyrir þá sem eru langt að heiman.

Sigurvegurum Menningarverðlauna Evrópusambandsins fyrir verkefni á sviði menningararfleifðar 2016 verður fagnað við sérstaka athöfn í Madríd þann 24. maí. Auk þess kynna verðlaunahafarnir afrek sín á sýningu sem verður í aðalbyggingu arkitektúrdeildar Háskólans í Madríd og á ráðstefnu um evrópska menningararfleifð sem skipulögð er af Europa Nostra og styrkt af verkefni Evrópusambandsins, Creative Europe.

 

Tengt efni:

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica