Morgunverðarfundur um áætlanir Uppbyggingasjóðs EES í Rúmeníu, Grikklandi og Portúgal árin 2014-2021

23.11.2018

Opinn fundur á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig, var haldinn mánudaginn 3. desember kl. 8.30-12.00.
  • Morgunverdarfundur-uppbyggingarsjodur-EES

Þann 3. desember var haldinn kynningarfundur á nýjum áætlunum Uppbyggingarsjóðs EES, á sviði orku og nýsköpunar í Rúmeníu, Grikklandi og Portúgal fyrir árin 2014-2021.

Á fundinum kynntu fulltrúar frá Innovation Norway, nýsköpunaráætlanir í Rúmeníu, Grikklandi, Portúgal og Slóvakíu en einnig verður orkuáætlun Rúmeníu sérstaklega kynnt. 

Fundurinn var skipulagður af  Orkustofnun og Rannís sem eru landstengiliðir Íslands fyrir Uppbyggingasjóði EES. 

Orkustofnun er tengiliður fyrir orkumál en Rannís er tengiliður fyrir þá þætti sem snúa að rannsóknum, nýsköpun, menntun og menningu.

Uppbyggingasjóður EES var stofnaður í þeim tilgangi að vinna gegn efnhags- og félagslegum mismun í þeim ríkjum sem aðstoðina þiggja. Hlutverk uppbyggingasjóðs EES er að efla samvinnu og skapa tengsl milli aðila í Evrópu, sem um leið færir aðilum aukna þekkingu og kunnáttu til að vinna að samstarfsverkefnum á ýmsum sviðum.


Glærukynningar frá fundinum:

1. The Energy Program in Romania and other countries

Anne Lise Rognlidalen, Programme Director, Innovation Norway

2. Renewable Energy, Romania, the past and the future  

Hanna B. Konráðsdóttir, Legal Adviser, Orkustofnun   

3. Development, Education, Innovation, SMEs, Green Industry and Blue Growth in Romania, Greece, Portugal and Slovakia

Magnar Ødelien, Programme Director EEA and Norway Grants, Innovation Norway

 4. Support for applicants at Rannís

Kristmundur Þ. Ólafsson, Senior Adviser, Rannís

 5. Practical issues on participating in EEA projects, applications, documents, etc.

Anne Lise Rognlidalen & Magnar Ødelien









Þetta vefsvæði byggir á Eplica