Námskeið í gerð Nordplus umsókna

7.1.2016

Námskeið í gerð Nordplus umsókna verður haldið miðvikudaginn 13. janúar nk. kl. 15:30-17:00  í húsakynnum Rannís, Borgartúni 30. Námskeiðið er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig .

Tvö námskeið verða haldin samtímis og eru þátttakendur beðnir um að velja annað þeirra. Efni námskeiðsinanna er að mestu leyti hið sama; umsóknakerfið Espresso er útskýrt og farið verður yfir helstu atriði sem ber að hafa hugfast við umsóknaskrif í Nordplus menntaáætlunina. Annað námskeiðið mun þó leggja áherslu á umsóknir fyrir leik- grunn- og framhaldsskólakennara (mobility umsóknir) en í þessum umsóknum þarf ekki að skila fjárhagsáætlun. Hitt námskeiðið eru verkefnaumsóknir (þriggja landa samstarf) og þá verður jafnframt farið yfir gerð fjárhagsáætlana. Vinsamlegast hakið við hvort námskeiðið þið viljið sækja á skráningareyðublaðinu.

Hægt er að afla sér upplýsinga um Nordplus á heimasíðunni www.nordplus.is , eða hafa samband við Rannís ef spurningar vakna um námskeiðið.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica