Námskeið í gerð umsókna í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB

11.3.2016

Dagana 6. - 7. apríl nk. stendur Rannís fyrir tveimur hálfsdags námskeiðum í gerð umsókna fyrir Horizon 2020. Annars vegar almennt námskeið þar sem fjallað verður um hvernig eigi að skrifa góða styrkumsókn og hins vegar verður sértækara námskeið þar sem áhrifa­hluti (Impact) umsóknaskrifanna er tekinn sérstaklega fyrir. Leiðbeinandi er Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. á Írlandi sem er einn eftirsóttasti ráðgjafinn á þessu sviði í Evrópu.

Fyrra námskeið:  Hvernig á að skrifa góða styrkumsókn í Horizon 2020? (How to Write a Competitive Proposal for Horizon 2020)

Tímasetning: Miðvikudaginn 6. apríl kl. 09:00-12:30.

Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík, Gallerí.

Lýsing námskeiðs: Með þátttöku í námskeiðinu munu þátttakendur öðlast getu og þekkingu á því hvernig má nálgast umsóknaskrif fyrir Horizon 2020 með kerfisbundnum hætti. Námskeiðið hentar vel fyrir rannsakendur og aðila sem koma að stjórnun og umsýslu alþjóðlegra rannsóknastyrkja og veitir þeim þjálfun í skrifum faglegra og samkeppnishæfra verkefnatillagna í Horizon 2020. Á námskeiðinu er farið yfir tengingu Horizon 2020 við stefnumótun Evrópusambandsins, tekið er á algengum mistökum við skrif umsókna og árangursviðmið umsókna eru útskýrð. Þátttakendur munu fá fræðslu um hvernig er gott að bera sig að við söfnun upplýsinga fyrir umsóknarskrif, val á samstarfsaðilum og hvernig hægt er að forðast tvítekningu í umsóknaskrifum. Frekari upplýsingar um námskeiðið.

Seinna námskeið: Hvernig á skrifa  áhrifahluta (Impact) umsókna í Horizon 2020? (How to Write the Impact of a Horizon 2020 Course)

Tímasetning: Fimmtudaginn 7. apríl kl. 09:00-12:30.

Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík, Gallerí.

Lýsing námskeiðs: Áhrifahlutinn (Impact) er einn lykilþátta sem metnir eru í styrkumsóknum í Horizon 2020. Borið hefur á því að umsækjendur eigi í erfiðleikum með að skrifa þennan hluta, misskilji gjarnan hvað telst til áhrifa verkefna og hvernig gott er að útskýra möguleg áhrif. Markmið námskeiðsins er að fara yfir þennan hluta sérstaklega. Frekari upplýsingar  um námskeiðið.

Námskeiðsgjald er 23.500 krónur fyrir hvort námskeið en 38.000 krónur fyrir bæði. Námskeiðsgögn, morgunverður og kaffi er innifalið í verðinu.

Skráningar á námskeiðið skulu berast fyrir mánudaginn 4. apríl. Við skráningu skal gefa upp nafn og kennitölu greiðanda.  Námskeiðin fara fram á ensku.

Skrá þátttöku

Þetta vefsvæði byggir á Eplica