Námskeið um fjármál og uppgjörsreglur í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB
Miðvikudaginn 18. október stendur Rannís, í samstarfi við Félag rannsóknastjóra á Íslandi, fyrir heilsdags námskeiði um fjármál og uppgjörsreglur í Horizon 2020 .
Farið verður yfir helstu uppgjörsreglur í Horizon 2020, en reynt verður að sníða námskeiðið að þörfum þátttakenda.
Námskeiðið er ætlað þátttakendum sem eru í verkefnum sem styrkt eru af Horizon 2020 eða ætla sér að sækja um styrk fyrir verkefni. Rannsóknastjórar og aðrir sem vilja yfirsýn yfir fjármálareglur Horizon 2020, eru jafnframt hvattir til þátttöku.
Leiðbeinandi er Michael Remes frá Finance Help-desk sem sérhæfir sig í því að að leiðbeina um fjármál og uppgjör í verkefnum sem styrkt er af rannsóknaáætlunum ESB.
- Dagsetning: Miðvikudagur 18. október kl. 9:00-17:00
- Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík, Gallerí
- Þátttökugjald: 34.000 kr. , og inni í því eru námskeiðsgögn, kaffiveitingar og hádegisverður.
Skráningarfrestur er til og með 16. október nk.