Námskeið um náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu

24.10.2017

Vel heppnað námskeið um náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu var haldið 19. og 20. október sl. Að námskeiðinu stóðu EPALE , vefgátt í fullorðinsfræðslu og Evrópu­miðstöð náms- og starfsráð­gjafar, sem eru verkefni í umsjá Rannís, sem og Fræðslu­miðstöð atvinnu­lífsinsNorræna samstarfs­netið um menntun fullorðinna (NVL) og Fræðslu­setrið Starfsmennt.

  • Skipuleggjendur námskeiðsins og kennari. Frá vinstri Margrét K. Sverrisdóttir (EPALE), Guðfinna Harðardóttir (Starfsmennt), Teea Oja, kennari, Arnheiður Gíga Guðmundsdóttir (Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Norræna netinu um menntun fullorðinna) og Dóra Stefánsdóttir (Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar).

Þátt tóku náms- og starfsráðgjafar í fullorðinsfræðslu og fulltrúar nokkurra fyrirtækja og stofnana sem leggja umtalsverða áherslu á þróun eigin mannauðs. Kennari námskeiðsins var finnski sérfræðingurinn Teea Oja, sem vinnur sem verkefnisstjóri fyrir ríkisstofnun í borginni Oulu í norður Finnlandi, en leiddi áður evrópska samstarfsverkefnið TOKI um þjálfun fólks á vinnustað. Var þetta nokkurs konar framhald á verkefni sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins leiddi fyrir margt löngu.

Á námskeiðinu var farið yfir helstu aðferðir og tól sem nýtast við náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum en í hópavinnu voru þátttakendur sammála um að ekkert eitt verkfæri hentaði við allar aðstæður og því þyrfti sífellt að taka aðferðarfræðina til endurskoðunar og þróunar. 

Myndir frá námskeiðinu










Þetta vefsvæði byggir á Eplica