Niðurstöður milliúttektar á Horizon 2020

12.6.2017

Framkvæmdastjórn ESB hefur sent frá sér niðurstöður milliúttektar á Horizon 2020. 

Tilgangur úttektarinnar er þríþættur. Í fyrsta lagi að taka stöðuna þegar áætlunin er hálfnuð og bæta framkvæmd hennar síðustu þrjú starfsárin, í öðru lagi að styðja við mat sérfræðingahóps (sk. Lamy-hóps) sem nú vinnur við að skoða framkvæmd og langtímaáhrif áætlunarinnar og í þriðja lagi er áætlað að úttektin muni hafa áhrif á þróun og skipulag næstu rannsóknaráætlunar sem tekur við eftir árið 2020. Niðurstöðurnar byggja bæði á opnu samráði hagsmunaaðila og mati framkvæmdastjórnar á hvernig til hefur tekist með framkvæmd allra undiráætlanna Horizon 2020. Hér eru nánari upplýsingar um úttektina. Á síðunni er einnig hægt að nálgast skjal með samantekt helstu niðurstaðna.

Næstu skref í eru annars vegar ráðstefna helstu hagsmunaaðila í Brussel þann 3. júlí nk. þar sem niðurstöður sérfræðihópsins (Lamy-hópsins) verða kynntar og hins vegar mun framkvæmdastjórn ESB senda frá sér ályktun í október 2017 um millúttektina, um niðurstöður mats sérfræðingahópsins og kynna fyrstu línur að næstu rannsóknaráætlun.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica