Niðurstöður um eftirfylgni með gæðaúttektum á Háskólanum á Bifröst og Háskólanum á Hólum

8.3.2016

Gæðaráð íslenskra háskóla sem er skipað fimm erlendum sérfræðingum og starfar fyrir mennta- og menningar­málaráðu­neytið á grundvelli laga um háskóla nr. 63/2006, hefur í formi skýrslna lokið eftirfylgni með gæða­úttektum á Háskólanum á Bifröst og Háskólanum á Hólum. 

Í skýrslunum er lýst yfir trausti á starfsemi beggja skóla hvað varðar námsumhverfi nemenda og gæði þeirra prófgráða sem skólarnir bjóða upp á.

Eftirfylgnin er liður í skipulegu eftirliti Gæðaráðsins með gæðum íslenskra háskóla, með sérstakri áherslu á nemendur, námsumhverfi og prófgráður. Allir háskólar landsins hafa tekið þátt í gæðaúttektum á störfum sínum með þátttöku erlendra matsmanna. Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Hólum gerðu sérstakar aðgerðaáætlanir í kjölfar þeirra úttekta. Þær áætlanir og framgangur þeirra voru skoðaðar af fulltrúum Gæðaráðs með tilliti til eftirfylgni í byrjun febrúar á þessu ári, og lýkur því ferli með útgáfu skýrslna fyrir hvorn skóla.

Sjá nánar um gæðaráðið 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica