Auglýst eftir umsóknum í áætlun NordForsk um fólksflutninga

29.6.2018

Í nýrri áætlun NordForsk um fólksflutninga og aðlögun innflytjenda stendur til að úthluta um 65 milljónum norskra króna til 5-6 verkefna. Umsóknarfrestur er 15. nóvember 2018.

Umsóknaferlið verður í tveimur þrepum og er auglýst eftir forumsóknum á þessu stigi. Þær umsóknir eru töluvert einfaldari og minni í sniðum en endanlegar styrkumsóknir. Valið verður úr þeim forumsóknum sem berast og fær takmarkaður fjöldi umsækjanda tækifæri til að senda inn endanlega umsókn.

Bretland tekur þátt í þessari rannsóknaráætlun og skulu minnst þrír aðilar frá Norðurlöndum eða Bretlandi standa að hverri umsókn.

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu NordForsk

Áhugasömum er bent á að beina fyrirspurnum til Kaisa Vaahtera eða Siri Bjarnar hjá Nordforsk. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica