Norrænn samstarfshópur í Erasmus+ fundaði á Rannís
Dagana 12-13 maí hittist norrænn samstarfshópur um úttektir og greiningar í tengslum við Erasmus+ áætlunina hér á Íslandi. Hópurinn hefur síðastliðið ár unnið að greiningu á Erasmus Charter (ECHE) umsóknum norrænna háskóla en ECHE er umsókn um vottun sem hver háskóli verður að fá samþykkta til að geta tekið þátt í Erasmus+ áætluninni.
Tilgangurinn með heimsókninni nú var að ræða frekara samstarf um greiningar áhrifa Erasmus+ áætlunarinnar auk þess að ræða niðurstöðu ECHE verkefnisins.
Samstarfshópurinn samanstendur af fulltrúum frá Landskrifstofum Erasmus+ áætlunarinnar á öllum Norðurlöndunum.