Opnað fyrir umsóknir í Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlun ESB

16.12.2013

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Creative Europe, nýrri kvikmynda- og menningaráætlun ESB og fyrstu umsóknargögn ársins eru komin á heimasíðu Creative Europe.

Creative Europe verður starfrækt á tímabilinu 2014 – 2020 og mun 1,5 milljarður evra í alls kyns menningarverkefni og til eflingar evrópskri kvikmyndagerð á tímabilinu, eða sem nemur um 245 milljörðum íslenskra króna.

Creative Europe tekur við af MEDIA, MEDIA MUNDUS og Culture áætlunum ESB, sem lýkur nú um áramótin og mun bjóða uppá svipuð tækifæri til eflingar kvikmyndagerðar og menningu í aðildarríkjum áætlunarinnar.

Rannís hefur umsjón með Creative Europe áætluninni hér á landi. Íslensk heimasíða er í smíðum og verður tilbúin á næstunni en á meðan er hægt að nálgast allar upplýsingar á heimasíðu áætlunarinnar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica