Opnað fyrir umsóknir í Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB

17.12.2013

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nýrri samstarfsáætlun ESB, Erasmus+, en hún sameinar núverandi áætlanir ESB fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál í eina heildstæða áætlun.

Áætlunin tekur gildi árið 2014 og gildir til og með 2020. Á þessum sjö árum munu styrkir til verkefna á sviði mennta-, æskulýðs- og íþróttamála nema tæplega 15 milljörðum evra og er því til mikils að vinna fyrir íslenska menntageirann sem og fyrir aðila í íþrótta- og æskulýðsmálum.

Hægt er að nálgast grunnupplýsingar á íslenskri heimasíðu Erasmus+, en hún verður uppfærð á næstu vikum. Þar munu umsóknargögn verða aðgengileg fyrir lok janúar 2014. Almennar upplýsingar má finna á opinberri heimasíðu Erasmus+.

Allir sem koma að þessum málum með einum eða öðrum hætti eru hvattir til að kynna sér tækifærin sem liggja í Erasmus+ og leita til starfsfólks mennta- og menningarsviðs Rannís, sem hefur umsjón með mennta- og íþróttahluta áætlunarinnar. Fyrir þá sem starfa að æskulýðsmálum, þá mun  Evrópa unga fólksins hafa umsjón með æskulýðshluta áætlunarinnar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica