Úthlutun námsorlofs fyrir kennara og stjórnendur framhaldsskóla skólaárið 2014-2015

12.1.2014

Afgreiðslu umsókna sem bárust 1. október 2013 er nú lokið  

Námsorlofsnefnd framhaldsskóla samþykkti samhljóða tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um hvaða kennarar við framhaldsskóla fái launað námsorlof skólaárið 2014-2015.

Nefndinni bárust umsóknir frá einstaklingum og skólum fyrir 110 kennara,  skólastjórnendur og náms- og starfsráðgjafa. Alls sóttu 99 framhaldsskólakennarar um orlof í eigin nafni og 10 umsóknir bárust frá skólum fyrir hönd kennara, en nefndin hefur 5 stöðugildi til slíkrar úthlutunar. Einn skólameistari sótti um námsorlof að þessu sinni.

Námsorlofsnefnd gerði tillögu um að kennarar í alls 26 framhaldsskólum fái námsorlof skólaárið 2014-2015, alls 35 stöðugildi sem samningar kveða á um.  

Umsóknarfrestur um námsorlof skólaárið 2015-16 er 1. október 2014.
Rafræn umsókn verður ekki virk hér á vefnum fyrr en í haust.

Frekari upplýsingar um námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla

Þetta vefsvæði byggir á Eplica