Úthlutun úr Rannsóknasjóði 2014
Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsóknaverkfena fyrir árið 2014. Hér að neðan er yfirlit yfir skiptingu fjár milli styrktegunda. Frekari greining verður birt á heimasíðu Rannís innan skamma.
Alls bárust 274 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð að þessu sinni og voru 67 þeirra styrktar eða 24,5% umsókna. Sótt var um tæplega 2,4 milljarða króna en um 598 milljónum króna veitt eða 24,7% umbeðinnar upphæðar. Meðalupphæð umsókna var um 8,8 milljónir króna en meðalupphæð styrkja er rúmlega 8,9 milljónir króna.
Öndvegisstyrkir
Alls bárust 13 umsóknir um öndvegisstyrki og voru þrjár styrktar eða 23,1% umsókna. Sótt var um tæplega 400 milljónir króna en um 85 milljónum króna veitt eða 21,3% af umbeðinni upphæð. Hlutfall öndvegisstyrkja af úthlutun Rannsóknasjóðs árið 2014 er 14,2% af úthlutaðri upphæð.
Rannsóknastöðustyrkir
Alls bárust 47 umsóknir um rannsóknastöðustyrki og voru 12 þeirra styrktar eða 25,5% umsókna. Sótt var um tæplega 304 milljónir króna en um 80 milljónum króna veitt eða 26,2% af umbeðinni upphæð. Hlutfall rannsóknastöðustyrkja af úthlutun Rannsóknasjóðs árið 2014 er 13,3% af úthlutaðri upphæð.
Verkefnastyrkir
Alls bárust 214 umsóknir um verkefnisstyrki og voru 52 styrktar eða 24,3% umsókna. Sótt var um rúmlega 1,7 milljarða króna en tæplega 433 milljónum króna veitt eða 25,2% af umbeðinni upphæð. Hlutfall verkefnisstyrkja af úthlutun Rannsóknasjóðs árið 2014 er 72,4% af úthlutaðri upphæð.
Árangurshlutfall eftir fagráðum
Árangurshlutfall miðað við fjölda umsókna í hverju fagráði er sem hér segir:
Verkfræði, tækni- og raunvísindi |
26,3% |
Náttúru- og umhverfisvísindi |
24,2% |
Heilbrigðis- og lífvísindi |
23,3% |
Félagsvísindi og lýðheilsa |
23,5% |
Hugvísindi |
24,5% |