Umræðufundur um vísinda- og nýsköpunarkerfið
Mennta- og menningarmálaráðuneytið býður til opins umræðufundar um vísinda- og nýsköpunarkerfið á Íslandi þriðjudaginn 28. janúar 2014, kl. 14-17 í Hannesarholti, Grundarstíg 10.
Nú stendur yfir mat á vísinda- og nýsköpunarkerfinu hér á landi í samstarfi við European Research Area and Innovation Committee (ERAC). Af því tilefni vill mennta- og menningarmálaráðuneytið efna til samtals við vísindamenn, stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja, stofnana og háskóla og aðra notendur kerfisins hér á landi um styrkleika þess og veikleika.
Á vormánuðum munu þrír jafningjar, einn frá Hollandi, einn frá Írlandi og einn frá Finnlandi, koma hingað til lands til að kynna sér vísinda- og nýsköpunarkerfið á Íslandi og leggja mat á það. Til að undirbúa komu jafningjanna vinnur mennta- og menningarmálaráðuneytið, í samstarfi við Rannís, nú sjálfsmatsskýrslu sem byggir á reynslu og viðhorfum stefnumótandi aðila og notenda kerfisins. Umræðufundurinn er liður í gerð sjálfsmatsins.
Fjöldi þátttakenda á fundinum er takmarkaður. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 24. janúar í netfangið sunna.vidarsdottir@mrn.is.
Dagskrá
14:00 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp
14:10 Jafningjamat ERAC á vísinda- og nýsköpunarkerfinu á Íslandi
Ásdís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu
14:20 Umræður
15:05 Kaffi
15:20 Umræður
16:15 Samantekt