Þar sem norður og austur mætast

29.1.2014

Önnur kínverska - norræna Norðurslóðaráðstefnan verður haldin við Háskólann á Akureyri 3.-5. júní 2014.

Ráðstefnan sem ber nafnið „Þar sem norður og austur mætast“ mun fjalla m.a. um eftirfarandi viðfangsefni:

  1. Stjórnarfar á norðurslóðum
  2. Alþjóðavæðing, efnahagslíf og svæðisbundin áhrif
  3. Samvinna sem tengist hafinu
  4. Ferðaþjónusta, menning og miðlun.

Vísindamenn sem starfa við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða á vegum annarra rannsóknaaðila eru hvattir til að senda inn tillögur að erindum í síðasta lagi 7. mars nk. 

Þátttakendur vinsamlega skrái sig á ráðstefnuna í þessum tengli. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica