Kynning á öryggisáætlun Horizon 2020

11.2.2014

Í upphafi nýrrar rannsóknaráætlunar ESB – Horizon 2020, stendur Rannís fyrir kynningarfundi um öryggisáætlunina Secure societies – protection freedom and security of Europe and its citizens.  Þar sem um nýja áætlun er að ræða verður hún kynnt heildstætt og á hún töluvert erindi til þeirra fyrirtækja og stofnana sem leggja stund á rannsóknir og vilja auka alþjóðlega samvinnu. Næstu umsóknarfrestir áætlunarinnar eru annars vegar 18. júní og hins vegar 28. ágúst.

Kynningin verður haldin fimmtudaginn 27. febrúar kl. 09.15 – 11.30 á Grand hótel Reykjavík.


Hægt er að nálgast kynningar með því að smella á heiti fyrirlestra í dagskrá hér að neðan:


Dagskrá

09:15 Kaffi og skráning

09:30 Kynning á öryggisáætlun Horizon 2020 ásamt spurningum og svörum. - Dr.Andrei Lintu, fulltrúi framkvæmdarstjórnar ESB, REA.

11:00 Stuðningur við umsækjendur – Kristmundur Þór Ólafsson, Rannís

Fundarstjóri: Kristmundur Þór Ólafsson, Rannís

 


ATHUGIÐ: Einnig verður boðið uppá sérsniðna fundi með sérfræðingi framkvæmdarstjórnar ESB fyrir þátttakendur sem hafa hug á því að sækja um. Þeir sem vilja sækjast eftir slíku eru beðnir að hafa samband fyrir mánudaginn 24.febrúar nk. enda takmarkað framboð af fundum.

Áætlunin skiptist niður í 4 þætti:

  1. Disaster-resilience: safeguarding and securing society, including  adapting to climate change,
  2. Fight against crime and Terrorism,
  3. Border Security and External Security,
  4. Digital Security: Cybersecurity, Privacy and Trust.

Efnisyfirlit áætlunarinnar má finna hér en öryggisáætlunina í heild má  hér.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica