Styrkir á sviði fiskveiða, fiskeldis og framleiðslu sjávarafurða

14.2.2014

COFASP, sem er evrópskt samstarfnet (ERA-net) um fiskveiðar, fiskeldi og framleiðslu sjávarafurða, auglýsir eftir forskráningu umsókna á þessu sviði. Frestur til að skrá umsóknir er til 15. apríl 2014. COFASP er samstarf 26 fjármögnunaraðila frá 15 Evrópulöndum.

Lýst er eftir umsóknum með áherslu á eftirtalin svið (lýsing viðfangsefna á ensku):

Topic 1: The ecosystem approach to fisheries management

Topic 2: Spatial planning in fisheries and aquaculture

Topic 3: Improved aquaculture

  • Objective A: New and improved aquaculture systems
  • Objective B: Feed and nutrition in aquaculture
  • Objective C: Application of the improved capacity in genomics in aquaculture

Topic 4: Production chain

Nánari upplýsingar um kallið er að finna á heimasíðu COFASP verkefnisins.

Tækniþróunarsjóður fjármagnar verkefni með íslenskri þátttöku þannig að verkefnin þurfa að falla að áherslum sjóðsins.

Frekari upplýsingar um kallið gefa Sigurður Björnsson og Lýður Skúli Erlendsson hjá Rannís.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica