Rannís auglýsir eftir matsmönnum

6.3.2014

Rannís óskar eftir einstaklingum til að meta umsóknir í menntahluta Erasmus+ áætlunar ESB sem er ný styrkjaáætlun um menntun, æskulýðsstarf og íþróttir.

Óskað er eftir einstaklingum sem hafa:

•    yfirgripsmikla þekkingu á íslensku menntakerfi
•    skilning og þekkingu á stefnumiðum ESB um menntun
•    reynslu af stjórnun innlendra og alþjóðlegra verkefna
•    góða íslensku- og enskukunnáttu, sérstaklega í rituðu máli
•    reynslu af því að meta verkefnisumsóknir
•    skapandi huga og góða rökhugsun

Um er að ræða tímabundin verkefni í tengslum við umsóknarfresti Erasmus+.

Aðeins um Erasmus+

Erasmus+ er ný styrkjaáætlun Evrópusambandsins á sviði menntunar, æskulýðsstarfs og íþrótta sem gildir 2014-2020. Markmið Erasmus+ er að auka gæði og stuðla að samstarfi í menntun og þjálfun innan þeirra 33 Evrópulanda sem eiga aðild að áætluninni. Menntahluti Erasmus+ styrkir verkefni sem snúa að námi og þjálfun nemenda og starfsfólks og stór fjölþjóðleg samstarfsverkefni.

Nánari upplýsingar á www.erasmusplus.is

Áhugasamir eru beðnir um að senda inn ferilskrá fyrir 17. mars á netfangið erasmusplus(hja)rannis.is.

Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast setjið ykkur í samband við Margréti Sverrisdóttur, margret.sverrisdottir(hja)rannis.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica