Ráðgjöf fyrir umsækjendur í Erasmus+ Nám og þjálfun

13.3.2014

Landskrifstofa ERASMUS+  býður upp á tvær vefstofur á netinu með ráðgjöf fyrir umsækjendur, n.k. fimmtudag, 13. mars.

Vefstofa 1. Umsóknir skóla kl.15:00-16:00  -  Spurningar og svör

 Vefstofa 2. Umsóknir í starfsmenntun kl. 16:00-17:00  -  Spurningar og svör

 Hvor vefstofa tekur aðeins um klukkustund, það kostar ekkert að vera með og allir geta tekið þátt án nokkurrar fyrirhafnar. Fundurinn fer fram á netinu, í fjarfundarkerfinu Adobe Connect og geta þátttakendur fylgst með, hvort sem er á vinnustað eða heima. Þátttakandi skráir sig inn nokkrum mínútum áður en fundur hefst undir nafni og stofnun og fær þá aðgang að „fundarherberginu“. Nauðsynlegur búnaður er heyrnartól eða hátalarar en hljóðnemi er óþarfur, þar sem tekið verður við spurningum skriflega  í gegnum spjallkerfið.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur í vefstofunum séu búnir að stofna aðgang í umsóknarkerfi ERASMUS+ (sjá leiðbeiningar) áður en vefstofurnar hefjast og séu tilbúnir með spurningar.

Næsti umsóknarfrestur í Erasmus+ er vegna umsókna í Flokki 1, Nám og þjálfun,  17. mars 2014 kl. 11:00.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica