Rannsóknir styrktar af Þróunarsjóði EFTA í Rúmeníu

3.6.2014

Samningar standa nú yfir um 23 ný rannsóknaverkefni sem sjóðurinn styrkir í Rúmeníu.

Heildarúthlutunin verður 23 milljónir evra og meðalfjárveiting því um 1 milljón evrur fyrir hvert verkefni.  Íslenskir aðilar taka þátt í fjórum af 23 verkefnum og er íslensk þátttaka á sviði umhverfis-, líftækni-, heilbrigðis- og orkurannsókna. Munu íslensku þátttakendurnir, fyrirtæki, stofnanir og háskólar, vinna með rúmenskum samstarfsaðilum næstu 3 árin að fjölbreyttum verkefnum.

Starfsmenn alþjóðasviðs Rannís veita nánari upplýsingar um Þróunarsjóð EFTA.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica