Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

27.6.2014

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2014.

Sjóðnum bárust 59 umsóknnir ár og voru 26 þeirra styrktar eða rúm 44%. Sótt var um rúmlega 140 milljónir. Úthlutað var styrkjum að upphæð 35.245.000 kr., eða rúmlega 25% umbeðinnar upphæðar.

Gengið verður til samninga við eftirfarandi umsækjendur:*

Styrkþegi Verkefni Styrkur kr.
Alda Björk Valdimarsdóttir „Ég hef lesið margar Jönur“. Höfundarvirkni Jane Austen í þremur kvennagreinum samtímans.  900.000
Anna Lára Steindal Undir fíkjutré - saga um trú, von og kærleika. 1.950.000
Arndís S. Árnadóttir Nútímavæðing með þjóðlegu ívafi: Um þátt kvenna í mótun sjónarmiða til nútíma listiðnaðar og hönnunar á Íslandi 1900-1980. 900.000
Arnþór Gunnarsson Viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna og ferðamennsku, 1855–1914. 900.000
Atli Bollason Hvað er svona krúttlegt við krútt? Um sögu, fagurfræði og pólitík krúttkynslóðarinnar, tengsl hennar við erlendar hreyfingar og áhrif hennar á ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. 900.000
Axel Kristinsson Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um eymdartímann í sögu Íslands. 900.000
Árni Daníel Júlíusson Mannvíg og morð 1475-1650/Stjórnkerfi konungs á Íslandi 1475-1650/Aðalsmenning í Danmörku og Íslandi 1550-1650. Þrjár greinar um uppbyggingu ríkisvalds á 16. og 17. öld. 1.800.000
Árni Heimir Ingólfsson Músíkulof. Tónlist í íslenskum handritum, 1400-1800.  1.950.000
Áslaug Einarsdóttir Kvikmyndahandrit að heimildamyndinni Flug kondórsins. Myndin fjallar um menningararf, menningarvernd og menningarþjófnað.  900.000
Bára Baldursdóttir Ríkisafskipti af samskiptum íslenskra kvenna og setuliðsmanna í síðari heimsstyrjöld. 900.000
Birna Lárusdóttir Örnefni og samfélag.  Yfirlitsrit um örnefni á Íslandi, rannsóknir á þeim og nýja möguleika. 1.950.000
Elín Ósk Hreiðarsdóttir Íslenskar perlur frá víkingatíð: vinnsla og útgáfa ítarlegs yfirlitsrits 900.000
Elsa Haraldsdóttir Siðfræði í almennri menntun. 900.000
Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir Íslenskt landslag: fagurfræði og verndargildi. 1.800.000
Guðrún Ingólfsdóttir Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum til 1730. 1.800.000
Guðrún Sveinbjarnardóttir Reykholt í Borgarfirði í ljósi fornleifanna. 1.845.000
Gunnar Þór Bjarnason Heimsstyrjöldin fyrri og við. 1.950.000
Haukur Ingvarsson Faulkner á Íslandi: Í rannsókninni verða áhrif rithöfundarins Williams Faulkner á bókmenntir og menningarumræðu á Íslandi könnuð en hann kom hingað til lands 1955 á vegum bandarískra stjórnvalda. 1.950.000
Jónas Knútsson In Catilinam 900.000
Margrét Elísabet Ólafsdóttir "Máttur fiðlunnar - vídeólist Steinu Vasulka".
900.000
Nanna Hlín Halldórsdóttir „Gagnrýni á gagnrýna hugsun“ verður grein sem nýtir sér gagnrýnar kenningar til þess að gagnrýna hina íslensku orðræðuhefð gagnrýnnar hugsunar. 900.000
Sigrún Pálsdóttir Sigríður Einarsdóttir Magnússon (1831-1915). Sendiherra íslenskrar menningar á Englandi. 1.900.000
Sóley Dröfn Davíðsdóttir Kvíðahandbókin - handbók um meðhöndlun kvíðaraskana með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Ætluð almenningi til sjálfshjálpar, fagfólki og öðrum áhugasömum 900.000
Sumarliði R Ísleifsson Ímyndir Íslands frá miðri 19. öld og fram á 21. öld 1.950.000
Viðar Hreinsson Að kunna jörð og berg að opna og aftur að lykja-
Jón Guðmundson lærði og náttúruskyn 17. aldar manna
900.000
Þórunn Sigurðardóttir Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld 1.800.000

Samtals veitt: 35.245.000

*Birt með fyrirvara um villur.











Þetta vefsvæði byggir á Eplica