Nordplus úthlutar 10,5 m.evrum

9.7.2014

Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni til verkefna sem hefjast á árinu 2014.

Alls bárust 645 umsóknir um styrki og hlutu 395 verkefni brautargengi. Nordplus skiptist í fimm undiráætlanir og varv úthlutunarhlutfall frekar hátt að þessu sinni eða rúmlega 60%. Alls verður úthlutað 10,5 milljónum evra sem skiptist milli 2.834 stofnanna sem taka þátt í samstarfsverkefnum og námsferðum.

Hægt er að nálgast frétt um úthlutunina á heimasíðu Nordplus áætlunarinnar á ensku hér og á dönsku hér.

Rannís hefur umsjón með Nordplus á Íslandi. Nordplus er menntaáætlun Norræna ráðherraráðsins og veitir styrki til samstarfs innan Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna á öllum stigum menntunar. Íslensk heimasíða Nordplus hér.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica