Styrkir norræns vísindasamstarfs

21.8.2014

Stuttur kynningarfundur í samvinnu Rannís og NordForsk á Grand Hótel, Reykjavík, miðvikudaginn 27. ágúst.

Í ljósi aukins mikilvægis norræns vísindasamstarfs og komu framkvæmdastjóra NordForsk til landsins hefur Rannís í samvinnu við NordForsk ákveðið að slá upp stuttum kynningarfundi þar sem fjallað verður um styrkjamöguleika á vegum NordForsk og mikilvægi norræns vísindasamstarfs.Einnig verður kynning á NORDRESS, nýju Öndvegissetri á náttúruvá og öryggi samfélaga en setrið er leitt af Íslendingum og hlaut nýlega 420 milljóna rannsóknastyrk frá NordForsk.

Kynningin verður haldin að Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 27. ágúst kl. 12.00 – 13.30

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér.

Dagskrá

  1. Mikilvægi norræns vísindasamstarfs
    Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar V&T og stjórnarmeðlimur NordForsk.
  2. Styrkjamöguleikar á vegum NordForsk
    Gunnel Gustafsson, framkvæmdastjóri NordForsk.
  3. NORDRESS  -  Kynning á nýju Öndvegissetri um náttúruvá og öryggi samfélaga, sem styrkt er af Nordforsk
    Guðrún Gísladóttir, prófessor / Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða.
  4. Fyrirspurnir og umræður

Fundarstjóri:   Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica