Rannsóknaþing 2014 og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

25.8.2014

Rannsóknaþing 2014 verður haldið föstudaginn 29. ágúst kl. 8:30-11:00 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.

Niðurstaða úttektar á íslensku rannsókna- og nýsköpunarumhverfi

Alþjóðlegir ráðgjafar hafa lagt jafningamat á stöðu vísinda, rannsókna og nýsköpunar á Íslandi. Á þinginu verður niðurstaða úttektarinnar til umfjöllunar og munu Francien Heijs og Arnold Verbeek fjalla um skýrsluna og í kjölfarið verða pallborðsumræður með þátttöku fundargesta.

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs verða afhent á þinginu.

Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís

Dagskrá:

8:30  Opnunarávarp
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs

8:40  Úttekt á íslensku rannsóknarumhverfi
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra

8:50 Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Fulltrúi dómnefndar gerir grein fyrir valinu
Sigumundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir Hvatningarverðlaunin 2014

9:20 Kynning á skýrslu jafningjahópsins
Francien Heijs, vísindaráðgjafi sendiráðs Holland fyrir ESB og formaður jafningjahópsins
Arnold Verbeek, sérfræðingur hjá IDEA Brussel og ráðgjafi og ritari jafningjahópsins

10:00 Viðbrögð úr íslensku rannsókna- og nýsköpunarsamfélagi - pallborðsumræður

  • Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri
  • Erna Magnúsdóttir rannsóknasérfræðingur á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands
  • Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis
  • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir verkefnastjóri framkvæmdastjórnar Marel um rannsóknir og nýsköpun.
  • Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands

Umræðustjóri: Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur

Léttur morgunverður í boði fyrir gesti frá kl. 8:15

Þetta vefsvæði byggir á Eplica