Erasmus+ umsóknarfrestir 2015

9.10.2014

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ áætlunina fyrir árið 2015. 

Þeir sem hafa hugsað sér að sækja um, sér í lagi þeir er ekki hafa sótt um áður, eru hvattir til að kynna sér vel Erasmus+ handbókina (4.4 MB)– en þar eru upplýsingar um skilyrði umsókna, hvernig umsókn er metin, upphæðir styrkja og umsóknarfresti. Einnig er hægt að setja sig í samband við starfsfólk Erasmus+ á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um þau skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um styrki í Erasmus+.

Sækja auglýsingu um umsóknir 2015

Í Menntahluta Erasmus+ eru tveir umsóknarfrestir;  í Nám & þjálfun er umsóknarfrestur 4. mars kl. 11:00 en í Samstarfsverkefni 31. mars kl. 10:00. Nánari upplýsingar um þá styrki veitir starfsfólk Rannís.

Í Æskulýðshluta Erasmus+ eru þrír umsóknarfrestir; 4. febrúar, 30. apríl og 1. október. Nánari upplýsingar um þá styrki veitir starfsfólk Evrópu unga fólksins.

Umsóknareyðublöð er hægt að sækja á síður viðkomandi undiráætlana um leið og þau eru aðgengileg. Sjá leiðbeiningar hvernig sótt er um Erasmus+ verkefni

Í Íþróttahluta Erasmus+ eru tveir umsóknarfrestir. Í verkefni sem tengjast  ,,Evrópskri íþróttaviku“ er umsóknarfrestur 22. janúar. Í önnur íþróttatengd verkefni er umsóknarfrestur 14. maí. Hægt er að fá nánari upplýsingar um þau verkefni með því að senda tölvupóst á verkefnisstjóra íþróttahlutanns, Andrés Pétursson

Í verkefni sem sótt er beint um til Brussel eru ýmsir umsóknarfrestir á fyrri hluta ársins 2015. Hægt er að skoða þá umsóknarfresti á heimasíðu framkvæmdastjórnarinnar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica