Sóknarstyrkir til undirbúnings umsókna í alþjóðlega rannsóknarsjóði

11.10.2014

Umsóknarfrestur um sóknarstyrki er til 5. nóvember.

Stjórnir Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs hafa ákveðið að leggja til allt að 20 m.kr. á árinu 2014 til að styrkja undirbúning alþjóðlegs vísinda- og þróunarsamstarfs með íslenskri þátttöku.

Forgangur er veittur umsóknum vegna undirbúnings umsókna í Horizon 2020 rannsóknaráætlun ESB, en mögulegt er að styrkja annað samstarf samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins.

Næsti umsóknarfrestur er til 5. nóvember 2014.

Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hér.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica