Erasmus+ úthlutar 336 milljónum til samstarfsverkefna

14.10.2014

Erasmus+ menntaáætlun  ESB á Íslandi hefur nú úthlutað fjármagni ársins 2014 til umsókna sem bárust 30. apríl til stefnumiðaðra samstarfsverkefna.

  • Fulltrúar nokkurra þeirra skóla sem fengu styrk ásamt Ágústi H. Ingþórssyni, forstöðumanni menntahluta Erasmus + á Íslandi og Þorgerði Björnsdóttur sérfræðingi hjá Erasmus+ á Íslandi.
    Fulltrúar nokkurra þeirra skóla sem fengu styrk ásamt Ágústi H. Ingþórssyni, forstöðumanni menntahluta Erasmus + á Íslandi og Þorgerði Björnsdóttur sérfræðingi hjá Erasmus+ á Íslandi.

 Styrkupphæðinni, tæplega  2,2 milljónum evra eða um 336 milljónum króna, var úthlutað til 20 skóla, fyrirtækja og stofnana.

Að þessu sinni var úthlutað úr þeim hluta Erasmus+ sem nær til samstarfsverkefna á öllum stigum, allt frá leik- og grunnskóla til háskóla og fullorðinsfræðslu. Alls bárust 23 umsóknir og var sótt um alls 4,7 milljónir evra. Verkefnin sem hljóta styrk eru afskaplega fjölbreytt og skemmtileg. Nokkur verkefni snúa að umhverfismálum, önnur að menningarlæsi, nokkur eru tónlistartengd og enn önnur snúa að lýðræði og smáríkjafræðum. Eitt verkefnanna tengist beint starfsnámi og annað gæðakerfum og faggildingu.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk að þessu sinni:

Háskólastigið 4 aðilar – samtals 687.631 evrur (um 106 milljónir):

  • Háskóli Íslands 227.649 €                                

  • Listaháskólinn 246.623 €

  • Háskólinn í Reykjavík 213.359 €    
                                                     

Starfsmenntun 3 aðilar – samtals 594.570 € (um 92 milljónir króna):

  • Verkmenntaskólinn á Akureyri 187.235 €

  • MATÍS 208.088 €

  • Keilir 199.247 €

Fullorðinsfræðsla 2 aðilar – samtals 455.647 € (um 69 milljónir króna):

  • Fræðslumiðstöð atvinnulífsins 256.201 €

  • Evris 199.446 €

Leik-, grunn-, og framhaldsskólar 12 skólar – samtals 460.085 € (um 70 milljónir):

  • Fjölbraut við Ármúla 92.615 €

  • Menntaskólinn á Egilsstöðum 27.740 €

  • Leikskólinn Arnarsmára 22.980 €

  • Kvennaskólinn í Reykjavík 38.470 €

  • Brekkubæjarskóli 55.570 €

  • Grunnskóli Bolungarvík 13.620 €

  • Ölduselsskóli 18.000 €

  • Tjarnarskóli 17.880 €

  • Menntaskólinn í Reykjavík 54.745 €

  • Verslunarskóli Íslands 40.760 €

  • Grunnskólinn í Borgarnesi 38.375 €

  • Grunnskóli Hornafjarðar 39.800 €





 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica