Aðgengi íslenskra nýsköpunar- og sprotafyrirtækja að fjármagni

7.11.2014

Ráðstefna um leiðir til að bæta virkan markað með áhættufé á Íslandi haldin á Grand Hótel Reykjavík 11. nóvember kl. 9:00-12:30.

Aðgengi að fjármagni er íslenskum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum afar mikilvægt í öllu þeirra vaxtarferli. Það hvernig þeim tekst til með fjármögnun hefur einnig áhrif á  hagvöxt  landsins með margvíslegum hætti.

Þér er boðið á fjárfestingaráðstefnu þar sem ræddar verða leiðir til að bæta virkan markað að áhættufé á Íslandi.

Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Enterprise Europe Network á Íslandi í samvinnu við lykilaðila í stoðumhverfi nýsköpunar hér á landi.

Dagskrá ráðstefnu:

9:00 – 9:30 Opnunarerindi
Michael Culligan - forstjóri Halo Business Angel Netork á Írlandi (HBAN) og stjórnarmann Englatengslanets Evrópu EBAN

9:30 - 10:00 Erindi fyrirtækja um innlenda fjármögnun
Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Oz
Eyrún Eggertsdóttir framkvæmdastjóri RóRó

10:00 - 10:15 Vinnustofa - Hver er staðan – hvert stefnum við?

10:15 - 10:30 Kaffihlé

10:30 - 11:00 Erindi fyrirtækja um erlenda fjármögnun
Dr. Bjarki Andrew Brynjarsson - framkvæmdastjóri Marorku
Kristján Freyr Kristjánsson - framkvæmdastjóri íslenskra viðskipta Meniga

11:00 - 11:15 Vinnustofa - Hver er staðan – hvert stefnum við?

11:15 - 11:30 Samantekt fundar

11:30-12:30 Hádegissnarl og tengslamyndun

Ráðstefnan er öllum opin án endugjalds en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vefnum.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica